No translated content text
Innkauparáð
Ár 2014, mánudaginn 1. september, var haldinn 328. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Ólafur Steingrímsson verkefnisstjóri innkaupadeild, Grétar Þór Jóhannsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 27. ágúst sl., þar sem lagt er til að samið verði við Ísafoldarprentsmiðju ehf og Prentmet hf í hluta 1 og 2 og við Ísafoldarprentsmiðju ehf, Prentmet hf og Háskólaprent ehf í hluta 3 í rammasamningi nr. 13271 Prentun og ljósritun. R14070030.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 26. ágúst sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 13056 Ferskur og frosinn fiskur og unnar fiskvörur um eitt ár, eða til 2. september 2015. R13060025.
Samþykkt.
3. Lagðar fram niðurstöður eftirlits innkaupadeildar Reykjavíkurborgar vegna rammasamninga:
nr. 12943 Alifuglakjöt_Q4-2013.
nr. 12998 Kjöt og kjötvörur_ Q4-2013.
nr. 13056 Fiskur, ferskur og frosinn_ Q4-2013.
nr. 12529 Grænmeti og ávextir_ Q4-2013.
nr. 12542 Þurrvara_Q4-2013.
nr. 12621 Prentun og ljósritun_Q4-2013 og Q1-2014. R14020107.
4. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir athugasemdir við framsetningu yfirlitsins.
5. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. og 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
6. Lagt fram yfirlit skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. og 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir athugasemdir við að styrkir séu tilgreindir í yfirlitinu.
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu þjónustu- og reksturs varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. og 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
8. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. og 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð óskar eftir nánari upplýsingum um liðina vörukaup án útboðs og vörukaup án útboðs / framhaldskaup.
Fundi slitið kl. 13:11
Kjartan Valgarðsson (sign)
Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)