Innkauparáð - Fundur nr. 326

Innkauparáð

Ár 2014, föstudaginn 11. júlí var haldinn 326. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat fundinn Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar og Barnaverndar Reykjavíkur dags. 3. júlí sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar á grunvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna samnings við Vinakot ehf.

Samþykkt.

Helga Jóna Sveinsdóttir Barnavernd Reykjavíkur sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar - upplýsingatæknideild dags. 3. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Opinna kerfa ehf í útboði nr. 13272 Spjaldtölvur með Apple iOS stýrikerfi. R14060059.

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir upplýsingatæknideild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. júlí sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Saltkaupa ehf, í EES útboði nr. 12887 Götusalt, um eitt ár eða til 30. apríl 2015. R12070015.

- Kl. 12:40 tók Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson umhverfis- og skipulagssviði sat sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12821 Hópbifreiðaþjónusta, um eitt ár eða til 15. ágúst 2015. R12040071.

Samþykkt.

5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í maí 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir athugasemdir við framlagt yfirlit og óskar eftir skýringum á þremur innkaupum.

Fundi slitið kl. 12:54

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)