No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 30. maí var haldinn 324. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Diljá Ámundadóttir. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 27. maí sl., varðandi heimild til að fara í samkeppnisviðræður vegna kaupa á launa- og mannauðskerfi fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt.
Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 23. maí s.l., varðandi heimild til fyrri framlengingar rammasamnings nr. 12998 um kjötvörur um eitt ár eða til 30. júní 2015. R13050031.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 27. maí s.l., varðandi heimild til fyrri framlengingar rammasamnings nr. 13037 um ritföng og skrifstofuvörur um eitt ár eða til 30. júní 2015. R13050030.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:41
Kjartan Valgarðsson (sign)
Diljá Ámundadóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 30.05.2014 - prentvæn útgáfa