No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 16. maí var haldinn 323. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason lögfræðingur á embætti borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson verkefnastjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 13. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að frávikstilboði Eðalbygginga ehf sem hlaut hæstu heildareinkunn í Alútboði nr. 13209 Færanlegar kennslustofur. R14030141.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum þeirra sem hlutu hæstu einkunn per tæki í útboði nr. 13179 Leiktæki á leikskóla- og skólalóðir, þ.e. Altis ehf, Garðyrkja ehf, Krumma ehf og Jóhann Helgi & Co ehf. R14030190.
- Kl. 12:25 tók S. Björn Blöndal sæti á fundinum.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Óskar F. Sverrisson umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.
3. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. maí sl., varðandi beiðni um undanþágu á grunvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar varðandi fyrirhugaða samninga vegna kennslu í Kvennasmiðju, Karlasmiðju og Grettistaki. R14010098.
Samþykkt.
Helga Jóna Benediktsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir og Stefanía Sörheller velferðasviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 12:43
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 16.05.2014 - prentvæn útgáfa