Innkauparáð - Fundur nr. 322

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 9. maí var haldinn 322. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Elsa H. Yeoman og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson verkefnastjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 6. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf í útboði nr. 13221 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2014. R14040082.

Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í apríl 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:19

Kjartan Valgarðsson (sign)

Elsa H. Yeoman (sign) Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 09.05.2014 - prentvæn útgáfa