No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 11. apríl var haldinn 320. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 4. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, Klett sölu og þjónustu ehf, í öllum hlutum í EES útboði nr. 13174 Kaup á sorpbifreiðum. R14020169.
Samþykkt.
Eygerður Margrétardóttir Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í mars 2014. R14010087.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:35
S. Björn Blöndal (sign)
Rúna Malmquist (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11.04.2014 - prentvæn útgáfa