Innkauparáð - Fundur nr. 32

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 3. desember, var haldinn 32. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf kerfisstjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 21. f.m. varðandi útboð á kaupum á tölvubúnaði fyrir Leikskóla Reykjavíkur, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði ATV, samtals að fjárhæð kr. 11.504.940,-. Samþykkt. Linda Þormóðsdóttir og Hjörtur Heiðdal frá Leikskólum Reykjavíkur sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf nefndar um kaup á símaþjónustu frá 7. f.m. varðandi útboð á símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns um málið, dags. 1. þ.m. Frestað. Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun og Bjarnveig Eiríksdóttir, fulltrúi borgarlögmanns, sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram svar forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m. við fyrirspurn innkauparáðs um gerð útboðslýsinga, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 17. f.m.

4. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. f.m. varðandi bókun undir 1. lið fundargerðar ráðsins frá 17. f.m. um yfirferð útboðsgagna.

5. Lagt fram að nýju bréf Innkaupastofnunar frá 21. f.m. varðandi athugasemdir Sjófisks ehf. við efndir samnings um fiskaup fyrir grunnskóla í Reykjavík, ásamt bréfi Sjófisks ehf., dags. 17. s.m. Samþykkt að óska eftir umsögn Fræðslumiðstöðvar um erindið.

Fundi slitið kl. 14.10.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson