Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 21. mars var haldinn 317. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 13. mars sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Drafnarfells ehf um eitt ár með lokadagsetningu þann 1. ágúst 2014, vegna útboðs nr. 12827 Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2012. R12050029.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, dags. 18. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Ístaks hf í útboði nr. 13163 Pósthússtræti, endurgerð. Austurstræti - Tryggvagata. R14020051.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson og Theodór Guðfinnsson skrifstofu framkvæmda- og viðhalds sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.
3. Lagt fram erindi Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Sjóvá Almennra trygginga hf um eitt ár eða til 31. desember 2015, vegna EES útboðs nr. 12318 Tryggingar Reykjavíkurborgar og tengdra fyrirtækja. R09080052.
Samþykkt.
Berglind Söebech skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 12:34
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 21.3.2014 - prentvæn útgáfa