Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 14. mars var haldinn 316. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 12. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Þórs hf sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13164 Fimm sláttuvélar (Zero turn). R14020055. Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 11. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi Garðlistar ehf um eitt ár, vegna útboðs nr. 13004 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2013 - Útboð I. R13030119. Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 11. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi Garðlistar ehf um eitt ár, vegna útboðs nr. 13005 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2013 - Útboð II. R13030120. Samþykkt.
Björn Ingvarsson skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins sat fundinn við afgreiðslu mála 1-3.
Fundi slitið kl. 12:24
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)