Innkauparáð - Fundur nr. 315

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 7. mars  var haldinn 315. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 5. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jökulfells ehf í útboði nr. 13145 Lambhagavegur 17-31, endurnýjun götu og veitna. R14020050.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Róbert G. Eyjólfsson skrifstofu framkvæmda og viðhalds sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 5. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Hreinsitækni ehf sem hlaut hæstu heildareinkunn í EES útboði nr. 13141 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð II. R14010117.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Kl. 12:27 tóku Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns sæti á fundinum.

3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar, dags. 5. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi Vélamiðstöðvarinnar ehf um tvö ár eða til 15. janúar 2016, vegna leigu og viðhalds á 6 metanknúnum sorpbifreiðum - EES útboð nr. 10951. R07030199.

Samþykkt.

Eygerður Margrétardóttir skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagðar fram skýrslur innkaupadeildar varðandi  úttekt á verði á ferskum og frystum fiski ásamt tilbúnum fiskréttum og ferskum, frystum og unnum/tilbúnum kjúklingi í rammasamningum samanborið við almennan markað. R14020107.

5. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingum á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi þann 24. janúar sl.

Frestað.

6. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 4. ársfjórðungs 2013. R13010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í janúar og febrúar 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13.47

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign)      Rúna Malmquist (sign)