Innkauparáð - Fundur nr. 315

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 7. mars  var haldinn 315. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 5. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jökulfells ehf í útboði nr. 13145 Lambhagavegur 17-31, endurnýjun götu og veitna. R14020050.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Róbert G. Eyjólfsson skrifstofu framkvæmda og viðhalds sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, dags. 5. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Hreinsitækni ehf sem hlaut hæstu heildareinkunn í EES útboði nr. 13141 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð II. R14010117.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Kl. 12:27 tóku Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns sæti á fundinum.

3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar, dags. 5. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi Vélamiðstöðvarinnar ehf um tvö ár eða til 15. janúar 2016, vegna leigu og viðhalds á 6 metanknúnum sorpbifreiðum - EES útboð nr. 10951. R07030199.

Samþykkt.

Eygerður Margrétardóttir skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagðar fram skýrslur innkaupadeildar varðandi  úttekt á verði á ferskum og frystum fiski ásamt tilbúnum fiskréttum og ferskum, frystum og unnum/tilbúnum kjúklingi í rammasamningum samanborið við almennan markað. R14020107.

5. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingum á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi þann 24. janúar sl.

Frestað.

6. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 4. ársfjórðungs 2013. R13010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í janúar og febrúar 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13.47

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign)      Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 7.3.2014 - prentvæn útgáfa