Innkauparáð - Fundur nr. 314

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 28. febrúar var haldinn 314. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Lóðaþjónustunnar ehf í útboði nr. 13152 Hverfisgata endurgerð, Vitastígur – Snorrabraut. R14010269.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. febrúar sl., varðandi heimild til að viðhafa samningskaup, án undangenginnar útboðsauglýsingar, um framkvæmdir við móttöku og miðasöluhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. R14010248.

Samþykkt.

Þorkell Jónsson, Magnús Haraldsson og Róbert G. Eyjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Hreinsitækni ehf, sem hlaut hæstu heildareinkunn í EES útboði nr. 13140 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð I. R14010116.

Samþykkt.

Guðjóna B. Sigurðardóttir og Björn Ingvarsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram erindi Barnaverndar Reykjavíkur dags. 21. febrúar sl., varðandi heimild til áframhaldandi undanþágu á grunvelli i-liðar 1. mgr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, til að ganga til samninga við Vopná slf um áframhaldandi rekstur fjölskylduheimilis að Ásvallagötu 14. R12060007.

Samþykkt.

5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar sl., þar sem lagt er til að semja við Ásbjörn Ólafsson ehf, Garra ehf, Eggert Kristjánsson hf, Íslensk Ameríska ehf, Ó. Johnson & Kaaber ehf, Ekrunar ehf, Stórkaup, Innnes ehf, Sláturfélag Suðurlands, Ölgerðina Egill Skallagrímsson ehf og Pennann ehf í EES útboði nr. 13137 Drykkir, mat- og þurrvara. R14010111.

Samþykkt.

Elín B. Gunnarsdóttir innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

6. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar  sl.,  varðandi heimild til þriðju og síðustu framlengingar á rammasamningi nr. 12547 Lyf, vélapökkun og lyfjafræðiþjónusta um eitt ár eða til 6. mars 2015. R10120042.

Samþykkt.

7. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar  sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12432 Eftirlit á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði um eitt ár eða til 6. mars 2015. R10050064.

Samþykkt.

8. Erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 26. febrúar  sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 12950 Hreinlætisvörur um eitt ár eða til 17. mars 2015. R12120062.

Samþykkt.

Hrólfur Sigurðsson innkaupadeild gerði grein fyrir málum 6-8.

9. Lögð fram eftirlitsáætlun með innkaupum hjá Reykjavíkurborg á árinu 2014. R14020107.

10. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2186/2013, vegna EES útboðs nr. 12760 Dráttavélar og fylgibúnaður, VB landbúnaður ehf gegn Reykjavíkurborg. R12020165.

Fundi slitið kl. 13:13

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 28.2.2014 - prentvæn útgáfa