Innkauparáð - Fundur nr. 313

Innkauparáð

Ár 2014, föstudaginn  14. febrúar  var haldinn 313. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.19. Viðstödd voru Stefán Jóhann Stefánsson, Elsa H. Yeoman og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar sl., varðandi heimild til samningskaupa við Stage Technologies Ltd, vegna uppfærslu og endurnýjunar á flugkerfi Borgarleikhússins. R11100262.

Samþykkt.

Þorkell Jónsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar sl., þar sem lagt er til að semja við Búr ehf, Innness ehf, Mata hf, Banana ehf, Ekruna ehf, Hollt og Gott ehf og Stórkaup í hluta 1 Ferskt grænmeti og ávexti og Banana ehf, Ekruna ehf, Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf, Innness ehf, Mata hf, Stórkaup og Búr ehf í hluta 2 Ferskar íslenskar kartöflur og forsoðnar í EES útboði nr. 13120 Rammasamningur um ferskt grænmeti og ávexti. R13110153.

Samþykkt.

Elín B. Gunnarsdóttir innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 12.35

Stefán Jóhann Stefánsson (sign)

Elsa H. Yeoman (sign)    Rúna Malmquistm (sign)