Innkauparáð
Ár 2014, föstudaginn 7. febrúar var haldinn 312. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson, S. Björn Blöndal. Einnig sátu fundinn, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Hrólfur Sigurðsson innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði JB Lighting Lichtanlagentechnick GmbH sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13139, Reykjavík City Theatre, LED wash luminaire. R14010140.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. febrúar sl., varðandi beiðni um heimild til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingar við verkfræðistofuna Vatnaskil ehf vegna rannsókna á grunnvatni og gerð grunnvatnslíkans af Vatnsmýrarsvæðinu. R14010098.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson, Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.
Fundi slitið kl. 12:36
Stefán Jóhann Stefánsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign)