Innkauparáð
Ár 2014, föstudaginn 24. janúar var haldinn 311. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 6. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12947 Rekstrarvörur fyrir prentara, ljósritunarvélar og faxtæki um eitt ár þ.e. til 20. janúar 2015. R12110113.
Samþykkt.
Hrólfur Sigurðsson innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.
Kl. 12.25 tóku Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns sæti á fundinum.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 13. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12943 Alifuglakjöt, um eitt ár þ.e. til 20. janúar 2015. R12110070.
Samþykkt.
Elín B. Gunnarsdóttir innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins og kynnti tvær skýrslur um úttekt á verði í rammasamningum samanborið við almennan markað.
3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir viðskipti við deildina í desember 2013. R13010126.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
4. Lagðar fram tillögur að breytingum á innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Frestað.
Fundi slitið kl. 13.07
Kjartan Valgarðsson (sign)
S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)