Innkauparáð - Fundur nr. 310

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 6. desember var haldinn 310. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði ISS Ísland ehf sem átti lægsta tilboð í Hluta 1 Vesturbæ, Hluta 3 Laugardal og Háaleiti, Hluta 4 Árbæ og Grafarholt, Hluta 5 Grafarvog og Kjalarnes og Hluta 6 Breiðholt, einnig er lagt til að gengið verði að tilboði Hreint ehf sem átti lægsta tilboð í Hluta 2 Miðborg og Hlíðar, í EES útboði nr. 13082 Ræsting í leikskólum Reykjavíkurborgar og tveimur frístundaheimilum. R13090134. Samþykkt.

Kristján Gunnarsson Skóla- og frístundasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Kl. 12.22 tók S. Björn Blöndal sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi þróun á hækkun tilboðsfjárhæða miðað við kostnaðaráætlanir í verklegum framkvæmdum fyrir tímabilið janúar – nóvember 2013. R13010075. Innkauparáð vísar þessu til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði.

Ámundi Brynjólfsson og Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. desember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um eitt ár þ.e. til viku 13-2015 vegna EES útboðs nr. 12474 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013 - Útboð 1. R10080038. Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. desember sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi Hlaðbæjar Colas ehf. um eitt ár þ.e. til viku 13-2015, vegna EES útboðs nr. 12475 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2011-2014 - Útboð 2. R10080040. Samþykkt.

5. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. desember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi Hilmars D. Ólafssonar ehf. um eitt ár þ.e. til viku 13-2015, vegna EES útboðs nr. 12476 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013 - Útboð 3. R10080042. Samþykkt.

Björn Ingvarsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu mála 3-5.

6. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 12. nóvember sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12576 Tölvur og netbúnaður um eitt ár eða til 18. desember 2014. R11100019. Samþykkt.

7. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 20. nóvember sl., varðandi svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar sem lagt hafa fram í innkauparáði yfirlit yfir einstök innkaup yfir 1. m. kr. með vísan í 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R13010075.

8. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 3. ársfjórðungs 2013. R13010075.

9. Lagt fram yfirlit Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna tímabilsins janúar - september 2013. R13010075.

10. Lagt fram yfirlit Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 3. ársfjórðungs 2013. R13010075.

11. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir viðskipti við deildina í október og nóvember 2013. R13010126.

Fundi slitið kl. 13.12

Kjartan Valgarðsson (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Rúna Malmquist (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
innkauparad_0612.pdf