Innkauparáð - Fundur nr. 31

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 24. nóvember, var haldinn 31. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit Félagsþjónustunnar frá 30. f.m. yfir innkaup stofnunarinnar í ágúst og september 2003, ásamt bréfi félagsmálastjóra frá 11. þ.m.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 8. þ.m. varðandi útboð á byggingu viðbyggingar við nýjan leikskóla á Kjalarnesi, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði næstlægstbjóðanda, Afltaks ehf., að fjárhæð kr. 52.957.163,-, þar sem lægstbjóðandi, Byggís efh., hefur óskað eftir því að fá að falla frá tilboði sínu. Samþykkt. Forstöðumaður Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins

- Kl. 14.15 tók Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, sæti á fundinum.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar frá 17. þ.m. varðandi fergingu lands á Klettasvæði í Sundahöfn. Frestað. Forstöðumaður tæknideildar Reykjavíkurhafnar sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 19. þ.m. varðandi fóðrun holræsa á árunum 2003-2006, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Hreinsibíla ehf., að fjárhæð kr. 180.832.156,-. Frestað. Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 14.50 vék Haukur Leósson af fundi.

5. Lagt fram bréf Berglindar Söebech frá 21. þ.m. varðandi útboð á tryggingum stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Vátryggingafélagi Íslands, samtals að fjárhæð kr. 118.712.306,-, þar af er hlutur borgarsjóðs kr. 68.675.610,-. Innkauparáð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Berglind Söebech sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram bréf kerfisstjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 21. þ.m. varðandi útboð á kaupum á tölvubúnaði fyrir Leikskóla Reykjavíkur, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði ATV, samtals að fjárhæð kr. 11.504.940,-. Frestað. Hjörtur Heiðdal frá Leikskólum Reykjavíkur sat fundinn við meðferð málsins.

7. Lagt fram yfirlit borgarbókara, ódags., yfir símakostnað aðalsjóðs skv. ársreikningi ársins 2002, sbr. 3. liður fundargerðar innkauparáðs 12. þ.m.

8. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. varðandi athugasemdir Sjófisks ehf. við efndir samnings um fiskaup fyrir eldhús Félagsþjónustunnar og grunnskóla og leikskóla í Reykjavík, ásamt bréfi Sjófisks ehf., dags. 17. s.m.

Fundi slitið kl. 15.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson