Innkauparáð - Fundur nr. 309

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 1. nóvember var haldinn 309. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda HUG-Verktaka ehf í útboði nr. 13098 Tjaldmiðstöð í Laugardal – Stækkun 2013. R13090094.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 28. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við Jafnréttishús, Alþjóðasetur ehf, Polanska slf og InterCultural Ísland ehf í hluta 1 – Túlkaþjónusta og við Jafnréttishús, Alþjóðasetur ehf, Polanska slf, InterCultural Ísland ehf og Hildi Sif Thorarensen í hluta 2 – Þýðingaþjónusta í EES útboði nr. 13086 Rammasamningur um túlka- og þýðingaþjónustu. R13070180. 

Kl. 12:18 tók S. Björn Blöndal sæti á fundinum.

Samþykkt.

Gunnar Guðjón Ingvarsson innkaupadeild sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 12.34

Kjartan Valgarðsson

S. Björn Blöndal Rúna Malmquist

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 1.11.2013 - prentvæn útgáfa