No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 5. júlí var haldinn 300. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Elsa Hrafnhildur Yeoman. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir deildarstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13044 Hverfisgata endurgerð, Frakkastígur - Vitastígur. R13050168. Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Garðyrkjuþjónustunnar ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13058 Borgartún endurnýjun, Snorrabraut að Sóltúni. R13050130. Samþykkt.
Kl. 12:19 tók Jórunn Frímannsdóttir sæti á fundinum.
Ámundi Brynjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.
3 Lagt fram yfirlit Velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir tímabilið janúar – mars 2013.
4 Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í júní 2013. R13010126.
5 Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí sl., þar sem farið er fram á að Múlalundur-Vinnustofa SÍBS verði aðili að rammasamningi nr. 13037 Ritföng og skrifstofuvörur. R13050030. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.31
Kjartan Valgarðsson
Jórunn Frímannsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparad_0507.pdf