Innkauparáð - Fundur nr. 30

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 17. nóvember, var haldinn 30. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson borgarlögmaður og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. í dag, varðandi alútboð á bílakjallara að Laugavegi 86-94 og endurgerð Laugavegar milli Snorrabrautar og Barónsstígs, ásamt útboðsgögnum, dags. í nóvember 2003. Samþykkt. Formaður óskaði fært til bókar að fyrir lægi að af hálfu Innkaupastofnunar væri búið að fara yfir útboðsgögnin. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, og Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. varðandi útboð á símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. Frestað.

3. Lagt fram afrit bréfs forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar til Innkaupastofnunar Reykjavíkur frá 13. þ.m. varðandi samningsverkið “Ferging lands á Klettasvæði í Sundahöfn”.

4. Fyrirspurn innkauparáðs til Innkaupastofnunar: Hve stórt hlutfall útboðslýsinga hjá Reykjavíkurborg er unnið af Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar?

Fundi slitið kl. 14.00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson