Innkauparáð - Fundur nr. 3

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 12. mars, var haldinn 3. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar frá 24. þ.m. um tilboð í fergingu á klettasvæði í Sundahöfn. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Berglínar ehf., Stykkishólmi, að fjárhæð kr. 34.252.450. Hilmar Knudsen mætti á fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. um tilboð í gatnagerð í Rimahverfi, Sóleyjarrima og Smárarima. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ásbergs ehf., að fjárhæð kr. 77.816.706. Harald B. Alfreðsson mætti á fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 4. þ.m., viðbótarupplýsingar um smartkort vegna fyrirspurnar Hauks Leóssonar frá 14. f.m.

4. Lagt fram yfirlit forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m., yfir viðskipti stofnunarinnar í febrúar. Samþykkt að óska eftir við fagnefndir að þær sendi Innkauparáði mánaðarlega yfirlit yfir viðskipti.

Fundi slitið kl. 15.00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson