Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, miðvikudaginn 12. nóvember var haldinn 29. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 6. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í október 2003.
2. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 4. þ.m. í máli nr. 28/2003, Byggingarfélagið Byggðavík ehf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
3. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. varðandi útboð á símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Og fjarskipta hf. í fastlínuþjónustu, GSM símaþjónustu og talsímaþjónustu við útlönd, en í NMT símaþjónustu verði tekið tilboði Landssíma Íslands hf. Frestað.
Haukur Leósson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er raunkostnaður Reykjavíkurborgar vegna símaþjónustu skv. ársreikningi 2002, fjárhagsáætlun 2003 og fjárhagsáætlun 2004, flokkað eftir fastlínuþjónustu, GSM þjónustu og annari símaþjónustu? Hver er kostnaðaráætlun Innkaupastofnunar vegna útboðs á símaþjónustu?
4. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundaráðs yfir innkaup á tímabilinu 1. febrúar til 30. september 2003, ásamt bréfi framkæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. þ.m. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, sat fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 15.35.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson