Innkauparáð - Fundur nr. 27

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 22. október var haldinn 27. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Hjörleifur B. Kvaran, Sjöfn Kristjánsdóttir og Ólafur Hjörleifsson. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 15. þ.m. varðandi útboðsgögn vegna alútboðs í bílakjallara að Laugavegi 86-94 og endurgerð Laugavegar milli Snorrabrautar og Barónsstígs. All nokkrar umræður og fyrirspurnir urðu um útboðslýsinguna málinu frestað. Stefán Haraldsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar frá 6. þ.m. varðandi niðurstöður útboðs á stálþili á Norðurbakka. Samþykkt að taka tilboði Sindrastáls í liði A og B að fjárhæð kr. 48.781.539. Jón Þorvaldsson mætti vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Einars Jónssonar, hdl. frá 8. þ.m. og bréf forstjóra Innkaupastofnunar, til borgarlögmanns, frá 13. s.m. varðandi úrskurð kærunefndar útboðsmála á máli nr. 27/2003. Borgarlögmaður gerði grein fyrir málinu.

- Kl. 15.20 vék borgarlögmaður af fundi.

4. Lagt fram yfirlit skrifstofu menningarmála frá 8. þ.m. yfir innkaup frá 1.2.’03-30.6.’03.

5. Lagt fram yfirlit umhverfis- og tæknisviðs frá 8. þ.m. yfir innkaup frá 1.2.’03-30.6.’03.

Fundi slitið kl. 15.30.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson