Innkauparáð - Fundur nr. 26

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 8. október var haldinn 26. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 7. þ.m. ásamt bréfi Innkaupastofnunar frá 6. s.m. um niðurstöðu forvals vegna alútboðs á bílakjallara að Laugavegi 86-94 ásamt byggingarrétti og endurgerð Laugavegar milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Tillaga forvalsnefndar, um að gefa fimm aðilum kost á að taka þátt í útboðinu, samþykkt eftir kynningu og umræðu.. Yfirferð útboðsgagna frestað til mánudags. Gatnamálastjóri og framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs mættu á fundinn vegna málsins.

2. Rætt um innkaupamál stofnana borgarinnar. a) Bergur Felixson, framkvæmdastjóri og Hallur Símonarson fjárreiðustjóri Leikskóla Reykjavíkur mættu á fundinn.

b) Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur mætti á fundinn fyrir umhverfis- og tæknisvið.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 13. október, kl. 8.15.

Fundi slitið kl. 13.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson