No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 24. ágúst var haldinn 251. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Jökulfells ehf. og Norðurtaks ehf. í útboði nr. 12686 Sæmundargata 1. áfangi. Gatnagerð, jarðvinna á lóð og veitur. R11070063.
Samþykkt.
Þorkell Jónsson og Róbert Guðmundur Eyjólfsson sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Reglur um eftirlit með innkaupum Reykjavíkurborgar.
Innkauparáð felur innkaupastjóra að leggja fram tillögu að verklagi um eftirlitsáætlun innkaupaskrifstofu í samstarfi við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.
Hallur Símonarson innri endurskoðandi og Anna Margrét Jóhannesdóttir sátu fundinn.
3. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. tímabilið apríl - júní 2011.
4. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. tímabilið janúar – júní 2011.
5. Lagt fram yfirlit umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar – Náttúru og útivistar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. tímabilið janúar – júní 2011.
6. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar – júní 2011.
7. Lagt fram yfirlit skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar – mars 2011.
8. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 15. ágúst sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í júlí 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 13.05
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir