No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, mánudaginn 29. september var haldinn 24. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.35. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu Hjörleifur B. Kvaran, borgarlögmaður og Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2003, Guðmundur Arason ehf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Jón Þorvaldsson frá Reykjavíkurhöfn mætti á fundinn vegna málsins.
- Kl. 14.05 vék borgarlögmaður af fundi.
2. Lagt fram yfirlit Reykjavíkurhafnar yfir innkaup frá 1.3.-30.6.’03.
3. Lagt fram yfirlit Félagsþjónustunnar yfir innkaup frá 1.7.-31.7.’03.
4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 12. þ.m. þar sem dregið er til baka erindi frá 4. s.m. varðandi fóðrun holræsa, sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 11. þ.m.
5. Lagt fram afrit af bréfi forstjóra Innkaupastofnunar frá 9. þ.m. til Loftmynda ehf. varðandi lágflugsmyndatöku. Jafnframt fylgdi bréf yfirverkfræðings landupplýsingadeildar LUKR, dags. 19. ágúst, um málið.
6. Rætt um innkaupamál stofnana Reykjavíkurborgar. a) Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, mætti á fundinn vegna málsins. b) Lagt fram bréf rekstrarstjóra Ráðhússins um viðskipti fyrir tímabilið 1.2.-30.6.’03. Ólafur Jónsson, rekstrarstjóri, mætti á fundinn vegna málsins.
Fundi slitið kl. 15.07.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson