Innkauparáð - Fundur nr. 23

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, fimmtudaginn 11. september, var haldinn 23. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.07. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Steinar Harðarson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Sjöfn Kristjánsdóttir fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram afrit bréfi forstöðumanns Fasteignastofu til Samtaka iðnaðarins, dags. 26. f.m., varðandi val á verktaka í lokað útboð á hönnun og byggingu grunn- og leikskóla í Staðarhverfi. Hreinn Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Óla Öder Magnússonar f.h. Exton hljóða frá 21. f.m., þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna hljóðkerfis á 17. júní s.l. Fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að svara erindinu.

3. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 28. júlí s.l., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 22. s.m. vegna frávika frá innkaupareglum.

4. Lagt fram bréf Pennans frá 27. f.m. vegna rammasamnings um kaup á húsgögnum fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar til innkauparáðs, dags. í dag varðandi málið. Frestað. Samþykkt að senda Pennanum bréf deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar frá 10. júní s.l.

5. Lögð fram yfirlit Umhverfis- og heilbrigðisstofu, gatnamálastofu og Fasteignastofu yfir innkaup á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum: Haukur Leósson óskaði bókað:

Ég óska eftir yfirliti á næsta fundi innkauparáðs, þar sem fram komi hverjir hafi skilað skýrslu um innkaup á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum og hverjir hafa enn ekki skilað, ef einhverjir eru, sbr. bréf innkauparáðs til stofnana/fyrirtækja, dags. 9. júlí s.l. en skýrslunum átti að skila eigi síðar en 11. ágúst s.l.

Ákveðið að halda fund með forstöðumönnum varðandi yfirlitin.

6. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að verkefni Hreinsibíla í A og B hluta endurnýjunar og fóðrunar eldri holræsa 2003-2006, verði minnkuð um 25% og að gengið verði að tilboði Fóðrunar ehf. í B-hluta verksins en þeir áttu næstlægsta tilboðið. Frestað. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

7. Að gefnu tilefni samþykkir innkauparáð að óska eftir að útboðsgögn fylgi framvegis með erindum vegna útboða.

8. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 8. þ.m. yfir viðskipti stofnunarinnar í ágúst.

Fundi slitið kl. 13.45.

Hrólfur Ölvisson
Steinar Harðarson Haukur Leósson