Innkauparáð - Fundur nr. 22

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, fimmtudaginn 21. ágúst, var haldinn 22. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.15. Voru þá komnir til fundar Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmaður, og Stefán Stefánsson og Guðbjörg Eggertsdóttir frá Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og gatnamálastjóra frá 12. þ.m. varðandi útboðsaðferð í sameiginlegu útboði bílakjallara að Laugavegi 86-94 og endurgerð Laugavegar milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Samþykkt að heimila auglýsingu forvals, með þeirri breytingu að valdir verði fimm aðilar til að taka þátt í því, enda uppfylli sá fjöldi skilyrði útboðsins. Þá verði tillaga um þáttakendur í lokuðu útboði ásamt útboðsgögnum lögð fram í innkauparáði til afgreiðslu. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit félagsmálastjóra frá 29. júlí s.l. yfir innkaup og samninga frá 1. febrúar til 20. júní 2003, sbr. bréf félagsmálastjóra frá 14. þ.m.

3. Lagt fram afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar frá 12. þ.m. til Nýherja hf. varðandi rammasamning um kaup á búnaði fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

4. Lagt fram bréf rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur frá 20. þ.m. varðandi útboð á matarskömmtum nemenda fyrir grunnskóla Reykjavíkur þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við fyrirtækin Eldhús sælkerans og ÁG veitingar ehf. skv. nánari tilgreiningu. Jafnframt lagt fram yfirlit Fræðslumiðstöðvar yfir áætlaðan kostnað af samningunum, dags. í dag, samtals kr. 63.207.360,-. Samþykkt, enda gangi borgarlögmaður frá samningum. Júlíus Sigurbjörnsson og Hafsteinn Sævarsson frá Fræðslumiðstöð sátu fundinn við meðferð málsins, en Stefán Stefánsson og Guðbjörg Eggertsdóttir viku af fundi við meðferð þess.

Fundi slitið kl. 15.05.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson