Innkauparáð - Fundur nr. 21.

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, föstudaginn 15. ágúst, var haldinn 21. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.300. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og gatnamálastjóra frá 12. þ.m. varðandi útboðsaðferð í sameiginlegu útboði bílakjallara að Laugavegi 86-94 og endurgerð Laugavegar milli Snorrabrautar og Barónsstíg. Frestað. Gatnamálastjóri mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Innkaupastofnunar í júlí mánuði, dags. 12. þ.m.

3. Lagt fram bréf menningamálastjóra frá 11. þ.m. varðandi innkaup á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum menningarstofnana Reykjavíkurborgar.

4. Lögð fram gögn vegna útboðs Skarfabakka.

- Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 21. þ.m., kl. 13.00.

Fundi slitið kl. 13.25.

Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson