Innkauparáð - Fundur nr. 20

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 11. ágúst, var haldinn 20. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.10. Voru þá komnir til fundar Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmaður og Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Byggðavíkur ehf. frá 31. f.m. þar sem kvartað er yfir því að ákveðið var að hætta við utanhússviðgerðir á Laugarnesskóla, sem boðnar höfðu verið út. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 7. þ.m. þar sem fram kemur að málefnalegar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að hætta við framkvæmdina og hafna því öllum tilboðum. Umsögn borgarlögmanns samþykkt.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu frá 31. f.m. þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Spangar ehf., í jarðvinnu og uppsteypu á sýningarskála fyrir fornminjar að Aðalstræti 16, samtals að upphæð kr. 78.347.000,-. Jafnframt lögð fram afrit af bréfum forstjóra Innkaupastofnunar til Jarðkrafts ehf./IB Verka ehf. og Múrlínu ehf., dags. 30. s.m. Þá er lögð fram umsögn borgarlögmanns um málið, dags. í dag. Tillaga Fasteignastofu samþykkt með vísan í umsögn borgarlögmanns. 3. Lögð fram kæra Guðmundar Arasonar ehf. frá 1. þ.m. þar sem félagið kærir útboð á stálþili og stagefni vegna Skarfabakka, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 8. f.m., til úrskurðarnefndar útboðsmála, sbr. bréf úrskurðarnefndarinnar frá 5. þ.m. Samþykkt að fela borgarlögmanni að reka málið fyrir kærunefndinni.

4. Ákveðið að næsti fundur ráðsins verði haldinn föstudaginn 15. ágúst kl. 12.30.

Fundi slitið kl. 15.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson