Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, föstudaginn 28. febrúar, var haldinn 2. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Mættir voru: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 27. þ.m. um tilboð í endurnýjun Bankastrætis vestan Ingólfsstrætis að Austurstræti. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íslenskra aðalverktaka, að fjárhæð kr. 86.565.943. Gatnamálastjóri mætti á fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar frá 24. þ.m. um tilboð í fergingu á klettasvæði í Sundahöfn. Frestað.
Fundi slitið kl. 13.50.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson