No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, þriðjudaginn 29. júlí, var haldinn 19. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.10. Voru þá komnir til fundar Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. í dag, varðandi útboð á kaupum á eldhústækjum og búnaði fyrir átta grunnskóla í Reykjavík, er kemur í stað bréfs sama aðila, dags 16. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Samþykkt að gengið verði að tilboðum A. Karlssonar hf., Jóhans Ólafssonar & Co og Ísbergs ehf. skv. valkosti nr. 5 í bréfi Fasteignastofu, samtals að fjárhæð kr. 24.144.010,- með vsk. Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu og Hafsteinn Sævarsson frá Fræðslumiðstöð sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. ásamt bréfi Loftmynda ehf. frá 8. s.m. varðandi útboð umhverfis- og tæknisviðs í töku loftmynda. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag, þar sem lagt er til að fellt verði úr gildi útboð umhverfis- og tæknisviðs og lagt fyrir sviðið að bjóða verkið út í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Umsögn borgarlögmanns samþykkt.
3. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 24. f.m. ásamt bréfi Exton-hljóðs ehf. frá 20. s.m. um tilboð sem tekið var í hljóðkerfi vegna 17. júní. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 28. þ.m., um málið. Innkauparáð samþykkir umsögn borgarlögmanns og telur því ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu.
4. Samþykkt að beina því til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að hún gangist fyrir kynningu á innkaupareglum borgarinnar fyrir fulltrúa í fastanefndum borgarinnar.
5. Lögð fram bréf framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 28. þ.m., forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. s.d., og gatnamálastjóra, dags. í dag, varðandi fyrirspurn innkauparáðs frá 8. þ.m. um innkaup á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum.
Fundi slitið kl. 17.55.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson