No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, mánudaginn 28. júlí, var haldinn 18. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.10. Voru þá komnir til fundar Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 16. þ.m. varðandi útboð á kaupum á eldhústækjum og búnaði fyrir átta grunnskóla í Reykjavík, ásamt minnisblaði Fasteignastofu frá 25. s.m. Jafnframt lögð fram samantekt Fasteignastofu um þau tæki sem fyrir eru í skólunum, ódags.
Frestað.
Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu og Hafsteinn Sævarsson frá Fræðslumiðstöð sátu fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 16.13.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson