Innkauparáð - Fundur nr. 17

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, föstudaginn 25. júlí, var haldinn 17. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu Sjöfn Kristjánsdóttir og Steingrímur Ólafsson frá Innkaupastofnun fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 16. þ.m., um tilboð í eldhústæki, stálinnréttingar og búnað vegna grunnskóla Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram minnisblað Samúels Guðmundssonar á Fasteignastofu, dags. í dag, varðandi málið. Frestað.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 23. þ.m. um alútboð í hönnun og byggingu leikskóla að Stakkahlíð 19. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sveinbjörns Sigurðssonar ehf., að fjárhæð kr. 57.321.041. Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 1 og 2.

3. Lagt fram bréf Guðmundar Arasonar ehf., ódags., varðandi tilboð í kaup á stálþili og stagefni. Frestað og samþykkt að óska eftir greinargerð frá Reykjavíkurhöfn um málið.

4. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 21. þ.m. ásamt bréfi Loftmynda ehf. frá 8. s.m. varðandi útboð umhverfis og tæknisviðs í töku loftmynda. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

5. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 24. þ.m. vegna fyrirspurnar innkauparáðs 8. s.m. um kynningu á innkaupareglum.

- Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 28. júlí, kl. 15.00.

Fundi slitið kl. 13.15.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson