Innkauparáð - Fundur nr. 1647

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2003, fimmtudaginn 30. janúar kl. 8:30 f.h., var haldinn 1647. fundur í stjórn Innkaupastofnunar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 29. þ.m., varðandi aðkeypta sérfræðivinnu fyrir árin 2000-2002.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í uppsteypu og utanhússfrágang á tengibyggingu við Laugalækjarskóla, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Framkvæmd ehf., að upphæð kr. 81.000.376,- verði tekið.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á grunnskólum 2, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Jóns G. Þórarinssonar, í 4 fasteignir kr. 1.557.400,-. G. Á. verktaka sf., í færanlegar kennslustofur kr. 3.286.300,-. Málarameistara ehf., í 9 fasteignir kr. 10.153.820,-. Aðalmálunar ehf., í 1 fasteign kr. 458.000,-.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 29. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á málun innanhúss í Klébergsskóla. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku, með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Gunnari Erni ehf., Málarameisturum ehf., Gæðamálun ehf., Málarakompaníinu ehf., Málarasmiðjunni ehf. og Málningarþjónustu Kristjáns ehf.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 28. þ.m., varðandi leigusamning og niðurrif húseigna Hafnarhúsa ehf., við Mýrargötu. Samþykkt. Bergur Þorleifsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í tölvubúnað skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Nýherja hf., að upphæð kr. 3.788.582,-. Svanhildur Konráðsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Deloitte&Touche hf., til borgarstjórnar varðandi afgreiðslu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar frá 28. þ.m., varðandi tilboð í ytri endurskoðun fyrir Reykjavíkurborg.

8. Lögð fram bréf skrifstofu Borgarverkfræðings og Verkfræðistofu, bæði dags. 29. þ.m., varðandi aðkeypta sérfræðiþjónustu fyrir árið 2002.

9. Útboðsauglýsingar: FAS – Viðhald raflagna í 13 grunnskólum.

Fundi slitið kl. 9:55

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigurveinsson