Innkauparáð - Fundur nr. 1645

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2003, mánudaginn 27. janúar kl. 8:30 f.h., var haldinn 1645. fundur í stjórn Innkaupastofnunar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Steinar Harðarson, Kristján Guðmundsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Önnu Skúladóttur fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, Guðrúnar Torfhildar Gísladóttur borgarbókara, Símonar Hallssonar borgarendurskoðanda og Sjafnar Kristjánsdóttur forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í ytri endurskoðun fyrir Reykjavíkurborg, skv. lokuðu útboði. (Frestað á síðasta fundi stjórnar).

Einnig lagt fram álit borgarlögmanns, dags. 26. þ.m., varðandi málið.

Lagt fram bréf varaformanns stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar dags. 24. þ.m., til Deloitte&Touche hf., ásamt bréfum Deloitte&Touche hf., til varaformanns stjórnar og AM Praxis lögfræðiþjónustu til Deloitte&Touche hf., bæði dags. 26. þ.m. Frestað.

Anna Skúladóttir mætti á fundinn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 9:45

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Kristján Guðmundsson
Steinar Harðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson