Innkauparáð - Fundur nr. 1644

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2003, fimmtudaginn 23. janúar kl. 8:30 f.h., var haldinn 1644. fundur í stjórn Innkaupastofnunar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á 3 netskiptum og uppfærslusamningum. Samþykkt. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins. 2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Nýmálunar ehf., í 15 fasteignir kr. 1.521.575,-, Aðalmálunar sf., í 7 fasteignir kr. 2.359.575,- Jóhanni Steimann í 5 fasteignir kr. 1.093.332,-, Málarameistara ehf., í 10 fasteignir kr. 1.647.396,-.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í milligang í Ingunnarskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Andrésar Ásmundssonar að upphæð kr. 1.036.050,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Guðmundur P. Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 2, 3 og 6.

4. Lagt fram bréf Önnu Skúladóttur fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, Guðrúnar Torfhildar Gísladóttur borgarbókara, Símonar Hallssonar borgarendurskoðanda og Sjafnar Kristjánsdóttur forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í ytri endurskoðun fyrir Reykjavíkurborg, skv. lokuðu útboði. Frestað. Stjórnin óskar eftir áliti borgarlögmanns varðandi málið.

H.L. vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Anna Skúladóttir mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lögð fram 3ja ára áætlun Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar.

6. Lögð fram greinargerð Umhverfis- og tæknisviðs/Fasteignastofu, ódags. varðandi aðkeypta sérfræðiþjónustu fyrir árin 1998 – 2002.

7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. þ.m., varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 16. þ.m., varðandi innkaupastefnu og innkaupareglur Reykjavíkurborgar, samþykkt fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur, eldri samþykktir fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, umboð stjórnar og gildistöku framangreindra reglna.

8. Útboðsauglýsingar: FAS – Dúkalagnir í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. GAT – Grafarvogs- og Leirvogsræsi.

Fundi slitið kl. 10:05

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson