Innkauparáð - Fundur nr. 1643

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2003, fimmtudaginn 16. janúar kl. 8:30 f.h., var haldinn 1643. fundur í stjórn Innkaupastofnunar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur dags. 15. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð vegna endurnýjunar á Skólavörðustíg–Vegamótastíg og Bankastræti–Bergstaðarstræti, skv. forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Háfelli ehf., Íslenskum Aðalverktökum hf., Ístaki hf. og Verktökum Magna ehf. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins. 2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í loftræsikerfi í Klébergsskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Blikkáss ehf., að upphæð kr. 6.258.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á grunnskólum 1, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: G. Á. verktaka sf., í 6 fasteignir kr. 4.689.600,-, Fjarðarmálunar ehf., í 5 fasteignir kr. 1.891.240,-, Nýmálunar ehf., í 2 fasteignir kr. 917.000,-, Jóhanni Steimann í 2 fasteignir kr. 3.245.790,-, Málarameistara ehf., í 3 fasteignir kr. 1.736.640,-.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2-3.

4. Lagt fram bréf Árbæjarsafns – Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. þ.m., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Viðeyjarferjuna ehf., um fólks- og sorpflutninga til og frá Viðey. Samþykkt framlenging vegna ársins 2004, samningsupphæð kr. 4.221.672,-. Einnig samþykkt að samningur sé með heimildarákvæði um framlengingu vegna ársins 2005. Guðný Gerður Gunnarsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

5. Útboðsauglýsingar: FAS – Endurmálun á grunnskólum 2.

Fundi slitið kl. 9:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson