Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2003, fimmtudaginn 9. janúar kl. 8:30 f.h., var haldinn 1642. fundur í stjórn Innkaupastofnunar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 8. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð á uppsteypu og utanhússfrágangi á Sundmiðstöð í Laugardal, skv. EES forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Eykt ehf., Íslenskum Aðalverktökum hf., Ístaki hf., Keflavíkurverktökum ehf., Sveinbirni Sigurðssyni ehf. og Þ.G. verktökum ehf. 2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 8. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð á uppsteypu og utanhússfrágangi á Laugalækjarskóla, skv. forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Sveinbirni Sigurðssyni ehf., Íslenskum Aðalverktökum hf., Framkvæmd ehf., Ístaki hf., Keflavíkurverktökum ehf. og Spöng ehf.
Þorkell Jónsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-2.
3. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar dags. 8. þ.m., varðandi heimild til kaupa á kennslulyftu frá Poma lyftum, fyrir Bláfjöll. Verð 3,8 m. kr. án vsk. Samþykkt. Grétar Þórisson mætti á fundinn vegna málsins.
4. Lagt fram bréf Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dags. 8. þ.m., varðandi heimild til kaupa á tjaldgrindum og varahlutum frá Skemmtilegt ehf. Verð 1.897.282,-. Samþykkt. Tómas Ó. Guðjónsson mætti á fundinn vegna málsins.
5. Lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 8. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á geymslu katta. Samþykkt.
6. Útboðsauglýsingar: FAS – Endurmálun á leikskólum.
Fundi slitið kl. 9:45
Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson