Innkauparáð - Fundur nr. 1641

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 19. desember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1641. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Steinar Harðason og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð við Skógarsel, Alaskareit, skv. lokuðu útboði. Samþykkt með 3 atkvæðum B.G. sat hjá, að taka tilboði lægstbjóðanda Loftorku ehf., að upphæð kr. 7.964.750,-. 2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur dags. 13. f.m., varðandi tilboð í lagningu aðalræsis við Hádegismóa, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Jarðvéla ehf., að upphæð kr. 17.470.550,-.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs daqgs. 11. þ.m., varðandi tilboð í prentun á sumarstarfsbæklingi 2003, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ísafoldarprentsmiðju, að upphæð kr. 1.767.900,-.

4. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur dags. 18. þ.m., varðandi heimild til kaupa á eftirtöldu frá ATV hf.: 40 tölvur að upphæð kr. 5.068.000,- 40 DeskJet prentara að upphæð kr. 656.510,- 2 ferðavélar að upphæð kr. 519.000,- 2 netkort að upphæð kr. 46.000,- Samþykkt með 3 atkvæðum, B.G. sat hjá. Hjörtur Heiðdal mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í rafbakhjarla fyrir miðlæga netþjóna og nettengingar á tölvuneti grunnskóla. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf., sem átti þriðja lægsta tilboð að upphæð kr. 2.959.163,-.

6. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 17. þ.m., varðandi heimild til framlengingar á samningum við Eldhús Sælkerans ehf. og Matarlyst Atlanta ehf., um kaup á heitum matarskömmtum í 5 grunnskóla. Samþykkt.

S.K. vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Júlíus Sigurbjörnsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mættu á fundinn vegna mála 5-6.

7. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í húsgögn, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði nr. 1 frá InnX innréttingum ehf., að upphæð kr. 1.472.339,-. Svanhildur Konráðsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í miðlæga afritunarstöð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda EJS hf., að upphæð kr. 3.706.503,-. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar dags. 17. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Suðurverk ehf., um gröft efnisskiptaskurðar fyrir Skarfabakka. Áætluð samningsupphæð 40-45 m.kr. Samþykkt með 3 atkvæðum H.Ö. sat hjá, að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður, með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Jón Þorvaldsson mætti á fundinn vegna málsins.

10. Útboðsauglýsingar: FAS – Forval; Uppsteypa og utanhússfrágangur við Laugalækjarskóla. GAT – Forval; Endurnýjun gatna í miðborginni.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Benedikt Geirsson
Steinar Harðason