Innkauparáð - Fundur nr. 1640

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 12. desember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1640. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 9. þ.m., varðandi heimild til kaupa á tölvustýrðum fræsara frá Iðnvélum, fyrir Melaskóla. Verð kr. 2.200.000,-. Samþykkt. Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundin vegna mála 1 og 5-6. 2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 10. f.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við viðbyggingu Laugalækjarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka frávikstilboði nr. 2 frá Arnarverki ehf., að upphæð kr. 8.792.500,-. Sjá tilboðin sem bárust.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í viðhald pípulagna í 32 grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Húsalagna ehf., að upphæð kr. 10.773.320,-. Sjá tilboðin sem bárust.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í viðhald pípulagna í 25 leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Húsalagna ehf., að upphæð kr. 4.340.255,-. Sjá tilboðin sem bárust.

Þorkell Jónsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 2-4 og 7-8.

5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 11. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á rafbakhjörlum fyrir miðlæga netþjóna og nettengingar á tölvuneti grunnskóla. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 11. þ.m., varðandi heimild til kaupa á 30 fartölvum of 3 fartölvuvögnum frá Nýherja hf., fyrir Engjaskóla og Víkurskóla. Verð kr. 6.437.440,-. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun á álklæðningu í Sundlaug Vesturbæjar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ingimundar Magnússonar að upphæð kr. 2.207.908,-. Sjá tilboðin sem bárust.

8. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í viðbyggingu við Klébergsskóla, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Harald og Sigurðar ehf., að upphæð kr. 17.664.742,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Sjá tilboðin sem bárust.

9. Lagður fram listi frá Fasteignastofu Reykjavíkurborgar yfir verktakaskrá vegna viðhaldsvinnu.

Fundi slitið kl. 9:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson