Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, fimmtudaginn 5. desember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1639. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun aðkomusvæðis við Norðurbrún 1, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda BJ verktaka ehf., að upphæð kr. 1.359.700,-. Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar dags. 22. f.m., varðandi tilboð í snjómokstur í Bláfjöllum 2003, skv. útboði. (Frestað á síðasta fundi stjórnar). Samþykkt að taka tilboði Þórarins V. Ólafssonar og RBG vélaleigu verktaka ehf., að upphæð kr. 9.200,- pr. klst. og kr. 7.100,- pr. klst.
3. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar dags. 4. þ.m., varðandi tilboð í smíði vinnupalla á stólalyftu í Bláfjöllum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Tækni ehf., að upphæð kr. 2.440.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
Grétar H. Þórisson mætti á fundinn vegna mála 2-3.
4. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar dags. 3. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á afritunarstöð. Jafnframt er óskað eftir tilboðum í þjónustusamninga til 3ja og 5 ára. Samþykkt. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.
5. Lagt fram bréf forvalsnefndar dags. 27. þ.m., varðandi val á þátttakendum í lokað útboð um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar, skv. forvali (EES). (Frestað á síðasta fundi stjórnar). Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Deloitte & Touche hf., KPMG Endurskoðun hf., Grant Thornton Endurskoðun hf., PriceWaterHouse Coopers ehf. og Ernst & Young hf.
H.L. vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Anna Skúladóttir mætti á fundinn vegna málsins.
6. Lögð fram drög af verksamningi Höfuðborgarstofu við Fagus ehf., vegna smíði innréttinga í Upplýsingamiðstöð ferðamála. Samningsupphæð kr. 3.739.800,-. Samþykkt.
7. Útboðsauglýsingar: GAT – Hádegismóar – aðalræsi. FAS – Forval; Uppsteypa og ufnahússfrágangur fyrir Sundmiðstöð Laugardal.
Fundi slitið kl. 9:40
Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson