Innkauparáð - Fundur nr. 1638

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1638. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 25. þ.m., varðandi heimild til að auglýsa forval á uppsteypu og ytri frágangi Sundmiðstöðvar í Laugardal. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í sandsíur fyrir hreinsitanka í Sundhöll Reykjavíkur, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, S. Hermann að upphæð kr. 2.500.000,-.

Kristinn J. Gíslason mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 27. þ.m., varðandi tilboð í 15 fartölvur og fartölvuvagn fyrir Réttarholtsskóla og 13 fartölvur og tengikví fyrir Fræðslumiðstöð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka næst lægsta tilboði Nýherja hf., að upphæð kr. 5.396.451,-. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Sigþór Örn Guðmundsson mættu á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í snjómokstur í Bláfjöllum 2003, skv. útboði. Frestað.

5. Lagt fram bréf Grasagarðsins í Reykjavík dags. 26. þ.m., varðandi heimild til að semja við Gissur Ísleifsson/Tölvumiðlun ehf., um endurhönnun á skráningar- og gagnasafnskerfinu TFG-Sóley. Samningsupphæð kr. 2.400.000,-. Samþykkt. Eva G. Þorvaldsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf forvalsnefndar dags. 27. þ.m., varðandi val á þátttakendum í lokað útboð um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar, skv. forvali (EES). Frestað.

Fundi slitið kl. 9:55

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson