Innkauparáð - Fundur nr. 1637

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1637. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Benedikt Geirsson og Haukur Leósson Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram umsagnir fulltrúa borgarlögmanns dags. 8. þ.m., og Gatnamálastofu Reykjavíkur dags. 19. þ.m., varðandi erindi Vegamáls ehf., dags. 21. október 2002. Stjórnin telur ekki ástæðu til frekari aðgerða í málinu. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Stjórnin fól forstjóra Innkaupastofnunar, að sjá til þess að í útboði um kaup á fiski verði grunnskólar Reykjavíkur með Leikskólum Reykjavíkur og Félagsþjónustu Reykjavíkur.

S.K. og G.E. véku af fundi kl. 9:10 og tók Hrólfur Ölvisson við fundarritun.

3. Umsögn stjórnar Innkaupastofnunar um tillögur starfshóps sem lagt hefur fram tillögur að innkaupastefnu, innkaupareglum og samþykkt fyrir innkaupastofnum rædd, lagfærð og samþykkt.

4. Útboðsauglýsingar. FAS – Viðhald pípulagna í 25 leikskólum. FAS – Viðhald pípulagna í 32 grunnskólum.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson
Haukur Leósson