Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1636. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Bárubúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í smíði á grásteinspollum, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Steinsmiðjunnar Reinar ehf., að upphæð kr. 8.900.000,-. Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á hreinsitönkum í Sundlaug Reykjavíkur. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Á. Óskarssyni ehf., S. Hermann og Vélaverki ehf. Guðmundur P. Kristinsson og Kristinn Gíslason mættu á fundinn vegna málsins.
3. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Nýherja hf., um endurnýjun á AS/400 tölvu/ ISeries vélum. Áætlað verð kr. 4.380.983,-. (Frestað á síðasta fundi stjórnar). Samþykkt. Gunnbjörn Marinósson og Árni Þorsteinsson mættu á fundinn vegna málsins.
4. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á smíði vinnupalla á stólalyftu í Bláfjöllum. Samþykkt. Grétar H. Þórisson mætti á fundinn vegna málsins.
5. Lagt fram bréf Þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á könnun á viðhorfum borgarbúa til sveitarfélagsins og þjónustu Reykjavíkurborgar. Samþykkt með 4 atkvæðum, S.J.S. sat hjá, að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, IMG Gallup og IBM Business Consulting Services á Íslandi (áður PriceWaterhouse Coopers). Halldóra Gunnarsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.
S.K. og G.E. véku af fundi kl. 9:25 og tók Hrólfur Ölvisson við fundarritun.
6. Rætt um umsögn um niðurstöðu starfshóps um Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 10:35
Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson