Innkauparáð - Fundur nr. 1635

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8:30 f.h., var haldinn 1635. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í lagningu útræsis frá Esjumelum, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ístaks hf., að upphæð kr. 19.070.243,-. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi heimild lokaðs útboðs á loftræsikerfi í Klébergsskóla. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: Blikksmiðjunni Vík ehf., Blikksmiðnum hf., Blikksmiðjunni Funa ehf., Blikkás hf. og Íslofti ehf.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi heimild lokaðs útboðs á rafkerfi í Klébergsskóla. Samþykkt að gefa eftirtöldum aðilum kost á þátttöku: H. Þ. ehf., Mosraf ehf., Ljósvakanum ehf., Harald og Sigurði ehf. og Rafkóp Samvirki ehf.

4. Lagt fram bréf Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í þakviðgerðir á Grænuborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Byggingafélagsins Baulu ehf., að upphæð kr. 3.359.999,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

5. Lagt fram bréf Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun á steyptum stólpum við Kjarvalsstaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ístaks hf., að upphæð kr. 2.723.172,-.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2-5.

6. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Nýherja hf., um endurnýjun á AS/400 tölvu/ ISeries vélum. Verð kr. 4.380.983,-. Frestað.

7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., samning við Eddu miðlun og útgáfu ehf., um afnot af tölvuorðabók fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samningsupphæð kr. 9.000.000,- án vsk. til 5 ára. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á 15 fartölvum og fartölvuvagni fyrir Réttarholtsskóla. Samþykkt.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mætti á fundinn vegna mála 7-8.

9. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á: Húsgagna- og ljósabúnaði, áætlaður kostnaður 4,1 m.kr. Tölvubúnaði og tækjum, áætlaður kostnaður 3,7 m.kr. Einnig farið fram á heimild til að semja við FagusTrésmiðju um smíði á sérsmíðuðum innréttingum, áætlaður kostnaður 3,9 m.kr. Samþykkt. Svanhildur Konráðsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun Innkaupastofnunar vegna ársins 2003. Starfs-og fjárhagsáætlun rædd og samþykkt, fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson