Innkauparáð - Fundur nr. 1634

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 31. október kl. 8:30 f.h., var haldinn 1634. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á 13 fistölvum. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Eddu miðlun og útgáfu ehf, um afnot af tölvuorðabók fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Veitt heimild til að ganga til samninga við Eddu miðlun og útgáfu ehf, sem síðan verði lagður fyrir stjórn Innkaupastofnunar til afgreiðslu.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 30. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á prentun á sumarstarfsbæklingi 2003. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Vegamáls ehf, dags. 21. þ.m., varðandi dóm héraðsdóms Reykjavíkur, vegna samnings um gatnamerkingar. Samþykkt að óska eftir umsögn gatnamálastjóra og borgarlögmanns.

5. Lögð fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun Innkaupastofnunar vegna ársins 2003.

6. Útboðsauglýsingar: BLÁ – Snjómokstur í Bláfjöllum 2003.

Fundi slitið kl. 9:55

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson