Innkauparáð - Fundur nr. 1633

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 24. október kl. 8:30 f.h., var haldinn 1633. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Jóhanna S. Eyjólfsdóttir, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Anna Sigríður Þorleifsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í umferðarmerki 2003-2005, skv. útboði. Einnig bréf Logoflex ehf., dags. 22. þ.m. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Logoflex ehf., að upphæð kr. 13.317.785,- Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram til kynningar níu mánaða uppgjör ISR ásamt yfirliti yfir ógreiddar skuldir stofnana og tekjur.

3. Rætt var um 2. lið í fundargerð síðasta fundar og stjórnin fól forstjóra að óska skýringa Þjónustudeildar Fasteignastofu á verk- og samningsferli.

Fundi slitið kl. 9:25

Stefán Jóhann Stefánsson
Jóhanna S. Eyjólfsdóttir
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson
Haukur Leósson