Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, fimmtudaginn 17. október kl. 8:30 f.h., var haldinn 1632. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 16. þ.m., varðandi tilboð í Cisco Catalyst 3550 netskipti, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda AcoTæknivals að upphæð kr. 736.562,-. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Þjónustudeildar Fasteignastofu, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í niðurrif á mannvirkjum við Laugaveg 86b, 92 og 94, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Dráttarbíla að upphæð kr. 6.299.533,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjarhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Friðgeir Indriðason mætti á fundinn vegna málsins.
3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi tilboð í gatnamerkingar 2003-2005, skv. útboði. Frestað. Stjórnin samþykkti að gefa Logoflex ehf, tækifæri til að tjá sig um fyrirliggjandi tillögu um afgreiðslu málsins.
4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Bólholt ehf, um hreinsun fráveitukerfis, niðurfalla og myndun lagna 2000-2002. Áætluð samningsupphæð 16 m.kr. Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 3-4.
5. Útboðsauglýsingar: BSJ – Forval: Ytri endurskoðun EES.
Fundi slitið kl. 9:25
Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson