Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, fimmtudaginn 3. október kl. 8:30 f.h., var haldinn 1630. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í heitan mat fyrir 6 grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Eldhúsi Sælkerans ehf., í 3 skóla kr. 252,- per máltíð. Matarlyst Atlanta ehf., í 3 skóla kr. 332,- per máltíð. Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna málsins.
S.K. vék af fundi við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í múr- og steypuviðgerðir á Hafnarhúsi, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Múr- og málningarþjónustunnar Hafnar ehf., að upphæð kr. 14.893.700,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum. Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.
3. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð og lagnir í þvergötu við Fiskislóð, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jarðvéla ehf., að upphæð kr. 5.184.300,- Hilmar Knudsen mætti á fundinn vegna málsins.
4. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar og Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í Cisco-víðnetsbúnað fyrir Félagsþjónustuna, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Opinna Kerfa hf., í liði 1, 2 og 7 að upphæð kr. 558.332,- og tilboði AcoTæknivals hf., í liði 3, 4, 5 og 6 að upphæð kr. 1.327.136,-.
5. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í fjóra netþjóna, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Nýherja hf., að upphæð kr. 2.755.035,-.
Eggert Ólafsson og Sveinn F. Sveinsson mættu á fundinn vegna mála 4-5.
6. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 1.þ.m., varðandi heimild til kaupa á 40 tölvum frá AcoTæknival hf. Verð kr. 5.196.000,-. Samþykkt með 4 atkvæðum. B.G. sat hjá. Hjörtur Heiðdal mætti á fundinn vegna málsins.
7. Lögð fram bréf Leikskóla Reykjavíkur og Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 24. og 25. f.m., varðandi fyrirspurn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar dags. 20. f.m., um útrunnin samning við Fiskbúð Hafliða um kaup á fiski. Samþykkt að efna til opins útboðs.
Fundi slitið kl. 9:05
Stefán Jóhann Stefánsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson
Haukur Leósson